Hoppa yfir valmynd
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Drög að reglugerð um eftirlit með ósjálfvirkum vogum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 254/2009 um mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum. Umsagnafrestur er til og með 4. júlí nk. og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected]

Tilefni þessara breytinga er að við mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum hefur komið í ljós að stór hluti bílavoga er kominn út fyrir viðunandi skekkjumörk og því þurfi að grípa til viðeigandi aðgerða. Við setningu reglugerðar nr. 254/2009, um mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum, var ákveðið að hafa tímabil fyrir löggildingu allra voga samræmt, þ.e. tvö ár. Síðan reglugerðin var sett hefur fengist nokkur reynsla varðandi bílavogir, sem m.a. gegna mikilvægu hlutverki við fiskveiðistjórnun og vigtun sjávarafla hér á landi. Reynslan hefur sýnt að þessar tegundir voga eru undir meira álagi en gengur og gerist og samkvæmt skýrslum Neytendastofu eru frávik við endurlöggildingu mun meiri en unnt er að telja ásættanlegt.

Stjórnvöldum ber að tryggja að vogir sem notaðar eru í atvinnurekstri veiti rétta niðurstöðu og því er lagt til með þessari reglugerð að gildistími löggildinga bílavoga sé styttur úr tveimur árum í eitt ár. Gildistími löggildinga annarra voga haldist eftir sem áður tvö ár. Með reglugerðinni er einnig lagt til að þær bílavogir sem öðlast löggildingu fyrir gildistöku reglugerðarinnar haldi löggildingu sinni fram að næstu löggildingu.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira