Hoppa yfir valmynd
29. júní 2012 Innviðaráðuneytið

Göngubrú og samgöngustígur opnuð í Mosfellsbæ

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra opnaði í gær formlega göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ og samgöngustíg meðfram Vesturlandsvegi. Hann naut aðstoðar Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ.

Göngubrú hefur verið vígð í Mosfellsbæ og samgöngustígur einnig.
Göngubrú hefur verið vígð í Mosfellsbæ og samgöngustígur einnig.

Klippt var á borð á báðum stöðum og setti blíðskaparveður mark sitt á klippingarnar sem og söngur barna úr Krikaskóla. Verkið felst í gerð 60 m langrar göngubrúar yfir Vesturlandsveginn við Krikahvefi í  Mosfellsbæ. Í verkinu er einnig innifalin gerð göngustíga til að tengja mannvirkið við stígakerfi Mosfellsbæjar ásamt landmótun.  Verkið er unnið í samvinnu við Mosfellsbæ sem annaðist malbikun stíga og ýmsan umhverfisfrágang.

Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi er samvinnuverkefni Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar þar sem hvor aðili um sig greiðir 50% kostnaðar. Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar sem nú er verið að taka í notkun er um 1.300 m langur stígur sem nær frá Litlaskógi við Hlíðartún og að Hamrahlíðarskógi.

Göngubrú hefur verið vígð í Mosfellsbæ og samgöngustígur einnig.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum