Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2012 Dómsmálaráðuneytið

Skýrsla innanríkisráðherra um Schengen samstarfið komin út

Komin er út skýrsla innanríkisráðherra til Alþingis um Schengen samstarfið. Í fyrri hluta skýrslunnar er gerð grein fyrir Schengen samstarfinu, markmiðum þess og framkvæmd en í síðari hluta hennar er fjallað sérstaklega um kosti og galla samstarfsins, áhrif á framkvæmd landamæravörslu og eftirlit með alþjóðlegum glæpamönnum og fleira.

Forseti Alþingis sendi innanríkisráðherra beiðni frá Bjarna Benediktssyni og fleiri þingmönnum um skýrslu um Schengen samstarfið. Auk lýsingar á Schengen samstarfinu var óskað eftir umfjöllun um áhrif vegna stækkunar Schengen svæðisins, sérstakar hættur sem ráðherra telji að huga verði að og um kostnað við þátttökuna og samanburð við kostnað vegna landamæravörslu ef Ísland stæði utan Schengen samstarfsins.

Tíu ár voru liðin í mars í fyrra frá því Ísland hóf fulla þátttöku í Schengen samstarfinu. Með fullri þátttöku er átt við að eftirlit á innri landamærum Íslands gagnvart öðrum löndum, sem einnig taka þátt í Schengen samstarfinu, var fellt niður og um leið hófst margvísleg samvinna íslenskrar lögreglu við evrópsk lögreglulið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum