Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Áttatíu ára afmæli Fossvogskirkjugarðs fagnað

Hátíðarguðsþjónusta var haldin í Fossvogskirkju síðastliðinn sunnudag þegar fagnað var 80 ára afmæli Fossvogskirkjugarðs. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp við guðsþjónustuna og að henni lokinni var kirkjugestum boðið til kaffisamsætis og skoða húsakynnin í Fossvogi.

Hátíðarguðsþjónusta var haldin í Fossvogskirkju síðastliðinn sunnudag þegar fagnað var 80 ára afmæli Fossvogskirkjugarðs. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp við guðsþjónustuna og að henni lokinni var kirkjugestum boðið til kaffisamsætis og skoða húsakynnin í Fossvogi.

Kirkjugardaafmaeli-2.-sept.-2
Kirkjugardaafmaeli-2.-sept.-2

Fossvogskirkjugarður var vígður árið 1932 en þá hafði verið úthlutað öllum grafstæðum í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu sem vígður var árið 1838. Alls nær garðurinn yfir nærri 30 hektara svæði og er sterkt kennileiti í borgarlandinu rétt eins og Hólavallagarðurinn. Gufuneskirkjugarður var vígður árið 1980.

Við hátíðarguðsþjónustuna prédikaði sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, prófastar Reykjavíkurprófastsdæma þjónuðu fyrir altari og flutt var tónlist.

Kirkjugardaafmaeli-2.-sept.-3

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira