Hoppa yfir valmynd
4. september 2012 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með öldungadeilarþingmanni Alaska

Utanríkisráðherra og Lisa Murkowski, öldungardeildarþingmaður Alaska
Utanríkisráðherra og Lisa Murkowski, öldungardeildarþingmaður

Utanríkisráðherra fundaði í dag með Lisa Murkowski öldungadeildarþingmanni Repúblikanaflokksins fyrir Alaskafylki og bandarískum embættismönnum um málefni norðurslóða, nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og björgunarmál. Lögð var áhersla á mikilvægi náins samstarfs ríkjanna átta sem eru í Norðurskautsráðinu. Áhugi er á því að styrkja samstarf við Bandaríkin og þá ekki síst Alaska í þessum málaflokkum.

Á fundinum var einnig farið yfir stöðu fullgildingar Bandaríkjaþings á Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna (UNCLOS)  þar sem  Murkowski hefur verið falið að fylgja því máli eftir innan bandaríska þingsins.

Gert er ráð fyrir að fjölmenn sendinefnd stjórnmálamanna og aðila úr viðskiptalífi Alaska sæki Ísland heim í nóvember til að kynna sér nýtingu jarðvarma, fiskveiðar, virkjanir, málefni norðurslóða, og þekkingu Íslendinga á sviði forvarna og viðbragða vegna náttúruhamfara.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum