Hoppa yfir valmynd
20. september 2012 Utanríkisráðuneytið

Þrjár greinar utanríkisráðherra um árangur í þróunarsamvinnu og tillögu um aukin framlög

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lagt sitt af mörkum í umfjöllun um þróunarsamvinnu í vikunni, en hann hefur birt þrjár blaðagreinar þar sem hann fjallar um árangur í þróunarsamvinnu Íslands og tillögu að verulegri aukningu á framlögum til þessa málaflokks  í fjárlögum næsta ári.

Ísland styður blásnauð börn

Grein Össurar Skarphéðinssonar á miðopnu Morgunblaðsins 20. september 2012 um þróunarsamvinnu, þar sem minnt er á að helmingur íbúa í þróunarríkjum eru börn og nauðsyn þess að leggja áherslu á þarfir þeirra. 

Afríka, Ísland, mæður og börn

Grein utanríkisráðherra, sem birtist í DV 19. september 2012, um árangur í þróunarsamvinnu Íslands og aukningu á framlögum til þessa málaflokks á næsta ári.

Nýr milljarður í þróunarhjálp

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar í Fréttablaðið 18. september 2012 um þá tillögu í nýju fjárlagafrumvarpi að framlög Íslands til þróunarsamvinnu verði hækkuð um einn milljarð.

Í þessari viku stendur jafnframt yfir kynning frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á þróunarmálum undir yfirskriftinni „Þróunarsamvinna ber ávöxt“. Markmið hennar  er að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum.

Upplýsingar  um átakið má finna á síðu Þróunarsamvinnustofnunar:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum