Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Vísindavaka - stefnumót við vísindamenn

Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra Hún verður haldin í Háskólabíói föstudaginn 28. september kl. 17 - 22.
Vísindavaka
visindavaka
Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á Vísindavöku, en hún er haldin samtímis um alla Evrópu á Degi evrópska vísindamannsins, sem er síðasta föstudag í september.
Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi. Í aðdraganda Vísindavöku 2012 verður hellt upp á nokkur Vísindakaffi. Þar kynna fræðimenn viðfangsefni sín fyrir almenningi og gefst fólki kostur á að spyrja þá spjörunum úr. Vísindakaffikvöldin eru óformleg og skemmtileg skoðanaskipti milli fræðimanna og gesta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira