Hoppa yfir valmynd
27. september 2012 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Evrópski tungumáladagurinn 2012

Sérfræðingar telja nauðsynlegt að auka máltæknistuðning við tungumál í Evrópu

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum stóð Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir hátíðardagskrá í Háskóla Íslands. Á dagskrá var m.a. kynning Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands og stjórnarformanns Máltækniseturs, á rannsókn á 30 Evrópumálum og uggvænlegum framtíðarhorfum þeirra flestra í stafrænum heimi. Í fréttatilkynningu, sem gefin var út vegna rannsóknarinnar segir m.a.: „Flest Evrópumál, þar á meðal íslenska, eiga á hættu stafrænan dauða samkvæmt nýrri rannsókn fremstu sérfræðinga Evrópu á sviði máltækni.
Sérfræðingarnir lögðu mat á stöðu máltækni fyrir 30 af um 80 tungumálum álfunnar og komust að þeirri niðurstöðu að stafrænn stuðningur við 21 af þessum 30 málum væri lítill sem enginn. Rannsóknin var gerð á vegum META-NET, evrópsks öndvegisnets sem tekur til 60 rannsóknarsetra í 34 löndum, þ. á m. Íslandi“.
Fréttatilkynninguna í heild má lesa hér og einnig er hægt að nálgast skýrsluna á mörgum tungumálum, þ.á m. íslensku á þessari vefslóð: http://www.meta-net.eu/whitepapers

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira