Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Mál nr. 20/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

Ákvörðun kærunefndar útboðsmála 27. júlí 2012

í máli nr. 20/2012:

Fastus ehf.

gegn

Ríkiskaupum

Með bréfi, dags. 9. júlí 2012, kærði Fastus ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“. Í kæru voru kröfur kæranda orðaðar með eftirfarandi hætti:

„1. Að nefndin stöðvi þegar í stað samningsgerð og innkaupaferli á grundvelli samkeppnisviðræðna nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala þar til til endanlega hefur verið skorið úr kæru.

 

2. Að felld verði úr gildi fyrrgreind ákvörðun kærða um að hafna tilboði kæranda og vísa honum frá áframhaldandi þátttöku í ofangreindum samkeppnisviðræðum, sem og fyrrgreind ákvörðun kærða um að taka tilboði Medor ehf. (Siemens), og að lagt verði fyrir kærða að bjóða út á nýjan leik innkaupin „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“.

 

3. Að nefndin láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu kaupanda gagnvart kæranda.

 

4. Að kærða verði gert að greiða kæranda kostnað við að hafa kæru þessa uppi og rekstur kærumálsins fyrir nefndinni.“    

 

Kærða var kynnt kæran og önnur gögn kæranda og gefinn kostur á að gera athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir innkaupaferlinu og vali tilboðs. Með bréfi, dags. 20. júlí 2012, krafðist kærði þess að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá en til vara að kröfum kæranda um stöðvun samningsgerðar og innkaupaferlis yrði hafnað.

 

Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála til skoðunar hvort rétt þyki að stöðva hið kærða innkaupaferli.Endanlega verður leyst úr öðrum kröfum kærunnar síðar. 

 

I.

Með ákvörðun í dag í máli nr. 19/2012 hefur kærunefnd útboðsmála stöðvað samningsgerð kærða í kjölfar samkeppnisviðræðna nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“. Stöðvunarákvörðun nefndarinnar hefur einnig réttaráhrif fyrir mál þetta.

 

Ákvörðunarorð:

Samningsgerð kærða, Ríkiskaupa, við Medor ehf. í kjölfar samkeppnisviðræðna nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“ er stöðvuð.

 

 

 

                                                 Reykjavík, 27. júlí 2012.

                                                 Páll Sigurðsson

                                                 Stanley Pálsson

                                                            

 

Rétt endurrit staðfestir,

Reykjavík,                júlí 2012.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn