Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagur íslenskrar tungu er í dag

Katrín Jakobsdóttir vígði „Segulljóð“, sem er nýtt smáforrit fyrir spjaldtölvur.

Segulljóð
Segulljóð

Dagur íslenskrar tungu er víða haldinn hátíðlegur í dag. Katrín Jakobsdóttir mennta – og menningarmálaráðherra hóf daginn með þátttöku í Málræktarþingi 10. bekkinga úr Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Réttarholtsskóla. Síðan lá leiðin í Norðlingaskóla þar sem hún tók þátt í kennslustund með 10. bekkingum, sem aðeins nota spjaldtölvur í skólanum. Þar var vígt nýtt smáforrit, sem er hugsað til notkunar við ljóðasköpun og leik með tungumálið. Það er einnig hugsað til að útbúa stutt og hnitmiðuð ljóð og örsögur auk þess að vera kveikja að stærri verkum og sem stuðningur við skapandi nám og skrif.
Segulljóð inniheldur þúsundir orða sem öll hafa allar mögulegar birtinga- og beygingarmyndir. Ráðherrann orti ljóð með aðstoð nemenda um gaddfreðinn einhyrning og verður hægt að sjá það á heimasíðu Norðlingaskóla. Síðaðri hluta dags verður ráðherra í Grindavík og lokaathöfn dags íslenskrar tungu verður á Álftanesi, þar sem verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstök viðurkenning verða afhent.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum