Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Morgunverðarfundur um samræmingu atvinnu- og fjölskyldulífs

Velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu boðar til morgunverðarfundar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á Grand hóteli þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 8-10:30.

Fundurinn er skipulagður af vinnuhópi um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs sem starfar á vegum velferðarráðuneytisins. Hlutverk vinnuhópsins er meðal annars að koma með tillögur um hvernig auðvelda megi fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna, Kvenréttindafélags Íslands og Femínistafélags Íslands.

Til fundarins er boðið aðilum vinnumarkaðsins, starfsmannastjórnum og yfirmönnum fyrirtækja, stofnanna og sveitarfélaga svo og öðrum sem koma að starfsmannafmálum. 

Dagskrá fundarins

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum