Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2012 Forsætisráðuneytið

Ávarp forsætisráðherra við athöfn Barnaheilla á afmælisdegi barnasáttmála SÞ

Athöfn Barnaheilla á afmælisdegi barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna
Athöfn Barnaheilla á afmælisdegi barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna


Barnaheill (Save the Children) á Íslandi veitti að venju viðurkenningu við sérstaka athöfn á afmælisdegi barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna 20. nóvember. Að þessu sinni hlaut Jafningjafræðslan viðurkenningu Barnaheilla. Hersir Aron Ólafsson og Brynhildur Karlsdóttir veittu viðurkenningunni móttöku fyrir hönd Jafningjafræðslunnar.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp við athöfnina. Hún sagði meðal annars að þjóð sem hlúir vel að börnum og unglingum hljóti að leggja grunn að heilbrigðu og sterku samfélagi. „Ég trúi því að það gerum við Íslendingar í dag og staðreyndin er sú að margt bendir til þess að svo sé m.a. þegar litið er til alþjóðlegs samanburðar.  Samkvæmt árlegri skýrslu Barnaheilla sem út kom í vor er best að vera barn á Íslandi. Sú niðurstaða byggir á margvíslegum samanburði s.s. á heilsu, menntun og næringu.“

Athöfn Barnaheilla á afmælisdegi barnasáttmála SÞJóhanna ræddi aðstæður barna sem búa við stríðsástand og nefndi sérstaklega hörmulegar aðstæður barna á Gaza-svæðinu sem óttast um líf sitt og sinna nánustu meðan ekki tekst að koma á vopnahléi .

Jóhanna vék einnig orðum að efnahagshruninu og sagði að þrátt fyrir það hefði tekist að verja grunnþætti velferðarkerfisins og aðgengi allra að því eins og alþjóðlegur samanburður sýnir. „Í fjárlagfrumvarpi fyrir árið 2013 eru stigin mikilvæg skref sem varða hag barna og ungmenna og má þar nefna lengingu fæðingarorlofs, auknar barnabætur og auknar fjárveitingar til þjónustu við börn sem greinast með ADHD.“

Ávarp forsætisráðherra má lesa í heildi sinni hér á vefnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum