Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Haustþing Rannís 2012

Haustþing Rannís verður haldið miðvikudaginn 28. nóvember. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Fjármögnun rannsókna - hvert stefnir?

Rannís
Rannís

Haustþing Rannís verður haldið miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 8.30-10.30 á Grand Hótel Reykjavík.  Á þinginu verður fjallað um fjármögnun háskóla með áherslu á fjármögnun rannsókna. Vaxandi fjöldi nemenda í framhaldsnámi krefst þess að hugað sé sérstaklega að fjármögnun og gæðum rannsóknartengds náms með öflugu samstarfi  við rannsóknarstofnanir og atvinnulíf.

Fjallað verður um grunnfjármögnun háskólanna og þær leiðir sem háskólar hafa til að afla fjár til kennslu og rannsókna, t.d. með öflun sértekna úr innlendum og erlendum sjóðum. Rætt verður um hvert við viljum stefna í grunnfjármögnun háskóla á Íslandi og þau tækifæri sem felast í nánara samstarfi háskóla við rannsóknarstofnanir og fyrirtæki.

Drög að dagskrá:

  Haustþing Rannís
8.30 Setning haustþings Rannís
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
8.40
Grunnfjármögnun háskólastigsins

Magnús L. Magnússon, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

9.00
Hvernig verða háskólar framtíðar fjármagnaðir?

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.

9.15
Fjármögnun rannsóknatengds framhaldsnáms
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.
9.30
Samstarf háskóla og rannsóknastofnanna

Verður tilkynnt síðar.

9.45
Samstarf við fyrirtæki

Hilmar Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands


10.00
Sjónarhorn atvinnulífsins

Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.


  • Húsið opnar kl. 8.00 með morgunverði fyrir gesti.
  • Skráning á [email protected] fyrir 27. nóv.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum