Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2012 Matvælaráðuneytið

Umsögn um drög á reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 216/2011 um jöfnun eigna á móti vátryggingaskuld.

Vátryggingaskuld vátryggingafélags eru óuppgerðar heildarskuldbindingar þess vegna gerðra vátryggingasamninga eins og hún er metin sem liður skuldamegin í efnahagsreikningi félagsins. Í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfssemi kemur fram að frumtryggingafélagi er skylt að sjá til þess að fyrir hendi séu eignir sem eru sérstaklega tilgreindar sem eignir á móti vátryggingaskuld. Eignirnar skulu valdar með tilliti til öryggis, ávöxtunar og markaðsaðstæðna og skal félagið tryggja fjölbreytni og dreifingu eignanna. Í 5. mgr. 36. gr. er kveðið á um að ráðherra skuli setja nánari ákvæði um þær tegundir eigna sem má setja á móti vátryggingaskuld. Reglugerð nr. 216/2011 um jöfnun eigna á móti vátryggingaskuld frumtryggingafélaga var sett á grundvelli 5. mgr. 36 gr. og fjallar um þær eignir sem frumtryggingafélögum er heimilt setja má á móti vátryggingaskuld.


Ráðuneytið hefur nú í samvinnu við Fjármálaeftirlitið unnið drög að breytingum á ofangreindri reglugerð og eru þau drög hér er til umsagnar. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 7. desember 2012 á netfangið [email protected].

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 216/2011, um jöfnun eigna á móti vátryggingarskuld.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum