Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Katrín fundaði með Göran Persson

Fundur með Göran Persson
Fundur með Göran Persson

Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði í dag með Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Persson heldur á morgun fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann lítur til baka til þeirra fjögurra ára sem liðin eru frá hruni.

Katrín og Persson ræddu á fundi sínum stöðu efnahagsmála hér á landi og þróunina frá hruni. Katrín fór yfir stefnuna í ríkisfjármálum og benti m.a. á að hún hefði byggt á tveimur grundvallarmarkmiðum. Annars vegar þeirri að frumjöfnuður yrði jákvæður á þessu ári og hins vegar að heildarjöfnuður skili afgangi á árinu 2014. Eftir sem áður stæðu stjórnvöld frammi fyrir erfiðum verkefnum, áfram yrði að vinna að framgangi ábyrgrar ríkisfjármálastefnu og mikilvægt væri að árangur næðist við að losa um höft á fjármagnsflutninga.

Persson bar stöðu Íslands saman við reynslu Svía í kjölfar fjármálakreppunnar þar á tíunda áratugnum, sagði margt líkt en þó ólíkt einnig. Styrkur Íslands lægi í m.a. í öflugum útflutningsgreinum og auðlindum. Mikilvægt væri, með tilliti til umsóknarferlisins gagnvart Evrópusambandinu, að halda fast um grundvallarhagsmuni Íslands og fylgjast vel með þróuninni innan sambandsins, sem fæli í sér margvísleg tækifæri.Fundur með Göran Persson

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum