Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2012 Matvælaráðuneytið

Nefnd um griðarsvæði hvala og dýraverndunarsjónarmið.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skipaði þann 20. nóvember 2012 nefnd til að yfirfara núgildandi löggjöf á sviði sjávarspendýra og að setja fram tillögur að stefnumörkun. Nefndin skal sérstaklega fjalla um griðarsvæði hvala og dýraverndarsjónarmið. Þá skal nefndin fara yfir efnahagslega þýðingu veiðanna og stöðu ímyndarmála tengdum hvalveiðum og möguleg áhrif þeirra á aðrar atvinnugreinar.
Nefndina skipa:

Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, formaður nefndarinnar,
Árni Finnsson, formaður stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands,
Danfríður K. Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu,
Guðlaugur Vignir Sigursveinsson, rekstrarstjóri hjá Eldingu Hvalaskoðun ehf.,
Guðmundur Gestsson, framkvæmdastjóri Sjóskoðunar ehf.,
Guðrún Linda Helgadóttir, formaður matvæladeildar Verkalýðsfélags Akraness,
Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna,
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.,
Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu.


Á útmánuðum 2009 var nokkur vinna sett af stað við að leggja grunn að endurskoðun hvalveiðimála og eftir atvikum nýrri stefnumótun, auk þess sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði úttekt á þjóðhagslegu gildi hvalveiða. Ráðherra setti reglugerð um bann við hvalveiðum á svæðum sem afmörkuð séu til hvalaskoðunar og hafin var vinna við að endurskoða  á þessu sviði, en það frumvarp náði ekki fram að ganga. Þessari nýju nefnd er ætlað að halda þessari stefnumótun áfram og fara heildstætt yfir málaflokkinn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum