Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2012 Matvælaráðuneytið

Sendinefnd frá Alaska í heimsókn til að kynna sér orku- og norðurslóðamál

Sendinefnd frá Alaska fundar með ráðherra í Þjóðmenningarhúsi
Sendinefnd frá Alaska fundar með ráðherra í Þjóðmenningarhúsi

Í dag kom til fundar við ráðuneytið 30 manna sendinefnd frá Alaska til að kynna sér mál er lúta að orkunýtingu, ferðaþjónustu, sjávarútvegi og landbúnaði. Í sendinefndinni eru m.a. stjórnmálamenn, fulltrúar fyrirtækja og ýmissa háskólastofnana í Alaskaríki.
Ráðuneytið hefur skipulagt fundarröð með hópnum þar sem fulltrúar ráðuneytisins  ásamt fulltrúum frá Samtökum iðnaðarins, Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Orkustofnun, Hafrannsóknastofnuninni og Bændasamtökum Íslands kynna stöðu þessara mála á Íslandi og svara fyrirspurnum.

Heimsóknin er skipulögð af Institute of the North í Alaska í samstarfi við utanríkisráðuneytið og embætti Forseta Íslands og er hún liður í að styrkja viðskipta- og stjórnmálatengsl á norðurslóðum í samræmi við norðurslóðastefnu íslenskra stjórnvalda.

Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fulltrúa frá Alaska

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum