Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heimsókn í Kvikmyndasafn Íslands

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kynnti sér starfsemi safnsins.

Heimsókn í Kvikmyndasafn Íslands
Heimsókn í Kvikmyndasafn Íslands
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti á dögunum Kvikmyndasafn Íslands og kynnti sér starfsemi þess. Það var stofnað með lögum árið 1978 og markmið þess er að safna, skrá og varðveita kvikmyndir og prentefni er tengist kvikmyndum með einum eða öðrum hætti. Safnið stundar rannsóknir á kvikmyndum og kvikmyndamenningu, og miðlar jafnframt þekkingu um þennan menningararf. Ráðherra kynnti sér tækjaeign og geymslur safnsins fyrir kvikmyndir og annað myndefni, sem og annan safnkost auk þess að fá upplýsingar um aðra starfsemi safnsins.
Heimsókninni lauk í Bæjarbíói, þar sem ráðherra, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og fleiri gestir nutu þess að sjá kvikmyndina Saga Borgarættarinar, fyrri hluta, sem var fyrsta kvikmyndin sem tekin var upp á Íslandi, árið 1919. Í henni var listamaðurinn Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, í aðalhlutverki. Ný tónlist hefur verið sett við kvikmyndina og voru sýningargestir mjög ánægðir með vel heppnaða sýningu á einstæðu kvikmyndaverki, sem var byggt á samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum