Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2012 Matvælaráðuneytið

Ráðstefna um innstæðutryggingar og alþjóðlegar bankakreppur

Í erindunum verður fjallað um m.a. hugmyndir að myndun samevrópsk innstæðutryggingasjóðs, erfiðleika við að ríkistryggja innstæður í erlendum útibúum, hversu stórir innstæðutrygginasjóðir þurfa að vera til þess að þola áföll við ólík skilyrði. Hættur samfara rekstri útibúanets fjarri heimalandi bankans o.fl.  Þessi málefni eru ofarlega á baugi hér á landi og innlegg í umræðu um framtíðarskipan fjármálastarfsemi hér á landi, í Evrópu og víðar. 

Ráðstefnan fer fram á ensku. Aðgangur ókeypis en skráning nauðsynleg.

Að ráðstefnunni standa m.a. Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Bankasýsla ríkisins, Fjármálaeftirlitið, Seðlabanki Íslands, Samtök fjármálafyrirtækja auk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Nánari upplýsingar og skráning

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum