Hoppa yfir valmynd
3. desember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Þemahefti um grunnþætti í menntun

Ráðuneytið gefur í samstarfi við Námsgagnastofnun út þemahefti um grunnþætti í menntun.  Grunnþættirnir eru kynntir í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011.

Þemahefti um grunnþætti í menntun
Þemahefti um grunnþætti í menntun

 

Námsgagnastofnun (nú Menntamálastofnun)gaf út í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið þemahefti um grunnþætti í menntun.  Grunnþættirnir eru kynntir í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011.

Þeir eru:

  • Læsi í víðum skilningi,
  • sjálfbærni,
  • heilbrigði og velferð,
  • lýðræði og mannréttindi,
  • jafnrétti,
  • sköpun.

Grunnþættirnir  snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru, einnig um framtíðarsýn, getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa. Þeim er ætlað að undirstrika meginatriði í almennri menntun, stuðla að samfellu í skólakerfinu og ná til starfshátta, inntaks og námsumhverfis á öllum skólastigum.
Heftunum er m.a. ætlað stuðla að því að grunnþættirnir verði leiðarvísar í skólastarfinu,  auðvelda starfsfólki skóla, kennurum og skólastjórum að átta sig á inntaki þeirra og flétta þá inn í skólastarfið.  Ekki er um beinar kennsluleiðbeiningar að ræða heldur má finna í þeim stutta fræðilega umfjöllun um hvern þátt, hugmyndir um leiðir og hagnýtar ábendingar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum