Hoppa yfir valmynd
7. desember 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Auglýst eftir umsóknum um styrki til gæðaverkefna í velferðarþjónustu

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna gæðaverkefna á sviði velferðarþjónustu árið 2012. Umsóknarfrestur rennur út 21. desember næstkomandi.

Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á verkefni tengd samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, s.s. verkefni sem stuðla að umbótastarfi, nýbreytni eða auknum gæðum þjónustunnar.

Í styrkumsókn skal meðal annars  koma fram hvert er markmið verkefnisins, ásamt framkvæmdaáætlun og hvernig unnt væri að nýta niðurstöður til að bæta þjónustuna. Sótt skal um í nafni einstakra stofnana og/eða starfseiningar. Styrkirnir nema að hámarki 400 þúsund krónum. Umsóknir skulu vera á rafrænu formi.

Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum