Hoppa yfir valmynd
7. desember 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Fundað með forstöðumönnum um rekstur næsta árs

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Starfsfólk velferðarráðuneytisins mun á næstu dögum funda með forstöðumönnum allra stofnana ráðuneytisins til að fara yfir rekstraráætlanir næsta árs samkvæmt forsendum fjárlagafrumvarpsins. Þegar hefur verið fundað með forstöðumönnum fimm stofnana af þrjátíu og þremur og er stefnt að því að ljúka fundahöldum fyrir jól.

Fundað var með forstöðumönnunum í september síðastliðnum í kjölfar þess að fjárlagafrumvarpið 2013 var lagt fram á Alþingi. Ráðuneytið kallaði þá eftir starfs- og rekstraráætlunum stofnana sinna fyrir komandi starfsár en þær eru umfjöllunarefni samráðsfundanna sem nú standa yfir.

Í fyrsta sinn frá árinu 2009 eru framlög til heilbrigðisstofnana ekki lækkuð frá fyrra ári. Krafa um aðhald hjá stjórnsýslustofnunum nemur hins vegar 1,75%.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum