Hoppa yfir valmynd
14. desember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ný þjálfunaraðstaða fyrir flugvirkjanema

Tækniskóli Íslands býður nú fullgilt nám í flugvirkjun í samvinnu við Lufthansa.
Flugvirkjun aðstaða vígð
Flugvirkjun aðstaða vígð

Hópur nemenda, 24 talsins, hóf nám í flugvirkjun haustið 2011 og annar jafn stór hópur hóf nám nú í haust. Byrjað er á bóklegum hluta námsins en fyrri hópurinn, sem hóf námhaustið 2011 hefur á þessari önn verið í verklegu námi á sérútbúnu kennsluverkstæði Tækniskólans í Skerjafirði. Það var vígt með viðhöfn á dögunum að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra. Námið er veitt í samvinnu við Lufthansa Resouces Technical Training í Englandi, sem sér um alla kennslu.
 Mjög mikill áhugi er fyrir náminu og komast færri að en vilja. Mikil þörf er fyrir flugvirkja hér á landi og eru væntingar um að fjölgun flugvirkja, með alþjóðleg réttindi, verði til þess að auka til muna umsvif í greininni og að verkefni færist frá útlöndum hingað til lands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum