Hoppa yfir valmynd
18. desember 2012 Matvælaráðuneytið

Landsgerðaráætlun um hvernig megi auka megi hlut endurnýjanlegra orkugjafa

Landsaðgerðaráætlunin (National Renewable Energy Action Plan, NREAP) er aðgerðaráætlun um hvernig megi auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa hér á landi. Áætlunin er liður í innleiðingu tilskipunar 2009/28/EC um aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa.  Sett eru mismunandi bindandi landsmarkmið sem Evrópuríki þurfa að ná fyrir árið 2020. Auk þess er undirmarkmið um 10% hlut endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum.  Markmið og aðgerðir skiptast niður á orkugeirana þrjá, raforku, hita og samgöngur. Hlutur endurnýjanlegrar orku er nú kominn í 76%. Ísland framleiðir raforku úr 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og hita úr 97%. Í samgöngum á landi er hluturinn 0,8%.  Því er ljóst að verkefnið snýr að miklu leyti að samgöngugeiranum.

Landsaðgerðaráætlun (National Renewable Energy Action Plan, NREAP).


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum