Hoppa yfir valmynd
19. desember 2012 Matvælaráðuneytið

Fulltrúar atvinnulífsins funda með ráðherra og skrifstofustjórum ANR

Tilgangur fundarins var hvoru tveggja að kynna skipulag og verklag í nýju ráðuneyti sem og að leggja drög að föstum umræðuvettvangi ráðuneytisins og atvinnulífsins.

Meginmarkmiðið að baki því að sameina þrjú ráðuneyti í eitt öflugt ráðuneyti atvinnuvega- og nýsköpunar er að samræma aðkomu ríkisins að atvinnuvegum og ná með enn markvissari hætti en fyrr að búa í haginn fyrir öflugt og framsækið atvinnulíf. Til að ná fram þessum markmiðum er mikilvægt að á milli ráðuneytis og lykilaðila í atvinnulífinu ríki gagnkvæmt traust og skilningur á hlutverki hvors um sig.

Á fundinum fóru Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri yfir helstu þætti í starfsemi ráðuneytisins.
Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að treysta böndin á milli atvinnulífsins og ráðuneytisins og að þessi fundur skyldi marka upphafið að föstum vettvangi samræðu á milli aðila. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum