Hoppa yfir valmynd
20. desember 2012 Matvælaráðuneytið

Góð afkoma í sjávarútvegi árið 2011

Afkoma í sjávarútvegi var góð á árinu 2011 samkvæmt samantekt Hagstofunnar um hag veiða og vinnslu sem kom út í morgun. EBITDA framlegð sjávarútvegsins nam rétt tæpum 80 mö.kr. á árinu 2011 (eftir greiðslu á 3,7 mö.kr. í veiðigjald) en nam tæpum 64 mö.kr. árið 2010 (eftir greiðslu á 2,3 mö.kr. í veiðigjald). EBITDA framlegðin batnaði því um tæp 26% á milli áranna og hefur ekki verið hærri í langan tíma. Í forsendum fyrir álagningu veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 var gert ráð fyrir 72 ma.kr. EBITDA framlegð. Niðurstaðan nú sýnir að sú spá var talsvert undir raunniðurstöðu.  

Árið 2012 verður að líkindum einnig gott rekstrarár fyrir sjávarútveginn.  Gengi ISK hefur haldist veikt, þorskkvótinn var aukinn talsvert og veiðar og vinnsla á uppsjávarfiski hafa gengið vel á árinu. Á móti hefur verð á erlendum mörkuðum lækkað, ekki síst á botnfiskafurðum. Á heildina litið eru þó afkomuhorfur góðar fyrir sjávarútveginn árið 2012. Til upplýsingar er veiðigjald á árinu 2012/2013 áætlað um 12,5-13,0 ma.kr.

Afkoma í sjávarútvegi

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum