Hoppa yfir valmynd
20. desember 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Staðgreiðsluhlutfall og meðalútsvar 2013

Fréttatilkynning nr. 15/2012

Meðalútsvar á árinu 2013 verður samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarfélaga 14,42% samanborið við 14,44% á árinu 2012. Það lækkar samkvæmt því um 0,02% á milli ára.

Staðgreiðsluhlutfall ársins 2013 verður þríþætt eftir fjárhæð tekna, þ.e. 37,32% á tekjur í fyrsta þrepi, 40,22% á tekjur í öðru þrepi og síðan 46,22% á tekjur í þriðja þrepi. 

Lögum samkvæmt auglýsir fjármála- og efnahagsráðuneytið árlega staðgreiðsluhlutfall opinberra gjalda fyrir komandi ár. Staðgreiðsluhlutfall er samtala af tekjuskattshlutfalli samkvæmt lögum um tekjuskatt og meðalhlutfalli útsvars samkvæmt ákvörðunum sveitarfélaga á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Sveitarfélögin geta samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga ákveðið útsvar á bilinu 12,44% til 14,48%. Af 74 sveitarfélögum leggja 65 á hámarksútsvar og tvö sveitarfélög leggja á lágmarksútsvar. Tvö sveitarfélög lækka útsvarið. Þann 1. janúar 2013 tekur í gildi sameining sveitarfélaganna Garðabæjar og Álftaness.

Nánari upplýsingar veitir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, [email protected]

Útsvarshlutfall sveitarfélaga 2012-2013

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum