Velferðarráðuneytið

Breytingar á gjaldskrám vegna heilbrigðisþjónustu um áramót

Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið saman upplýsingar um breytingar sem verða á gjaldskrám og kostnaðarhlutdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna heilbrigðisþjónustu frá 1. janúar 2013.

Komugjöld á heilsugæslustöðvar og gjöld fyrir vitjanir heilsugæslulækna verða óbreytt.

Greiðsluþátttaka fyrir heilbrigðisþjónustu hækkar að jafnaði um 5,6%.

Greiðsluþátttaka einstaklinga í kostnaði vegna lyfja hækkar um 3,9%.

Tímabundin hækkun á endurgreiðslugjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga barna sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn og hefði að óbreyttu runnið út um áramótin verður framlengd til 31. mars 2013.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn