Velferðarráðuneytið

Bætur almannatrygginga hækka um 3,9%

Tryggingastofnun
Tryggingastofnun ríkisins

Tryggingastofnun ríkisins hefur tekið saman yfirlit með upplýsingum um hækkanir á greiðslum til lífeyrisþega um áramótin. Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um 3,9%. Þar með eru taldar lífeyrisgreiðslur og greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar, s.s. umönnunargreiðslur, mæðra- og feðralaun, dánarbætur og heimilisuppbót.

Á vef Tryggingastofnunar ríkisins má sjá krónutöluhækkanir í einstökum bótaflokkum. Þar kemur einnig fram að þeir sem eiga inneignir vegna hækkananna sem tóku gildi 1. janúar fá þær greiddar út 9. janúar.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn