Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Innritun fatlaðra nemenda á starfsbrautir í framhaldsskólum 2013

Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla.

Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla. Þetta er gert til þess að framhaldsskólar, nemendur og foreldrar fái meira svigrúm til að undirbúa framhaldsskólavistina.

Innritað verður frá 1. febrúar til 28. febrúar 2013. Tímamörk almennrar innritunar gilda þó fyrir þær umsóknir sem berast seinna.

Umsækjendur sækja veflykil á menntagatt.is. Þegar umsækjendur hafa fengið veflykil opnast þeim aðgangur að innrituninni. Nánari leiðbeiningar um rafræna innritun er að finna í bréfi til nemenda og forráðamanna nemenda sem afhent verða í grunnskólum landsins og einnig má finna á slóðinni menntagatt.is/kynningarefni.

  • Upplýsingar um starfsbrautir er að finna á vefsíðum framhaldsskóla, hjá forsvarsfólki starfsbrauta og á slóðinni menntagatt.is
  • Nánari upplýsingar um rafræna innritun á starfsbrautir í framhaldsskólum veitir Ragnheiður Bóasdóttir í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Fyrirspurnir má senda á netfangið [email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira