Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2013 Utanríkisráðuneytið

Kjörræðismaður skipaður í Laos

Bryndís Forberg Chapman hefur verið skipaður kjörræðismaður Íslands í Laos.  Formlegt samþykki barst frá stjórnvöldum í Laos þann 14. janúar á þessu ári. Bryndís er rekstrarstjóri eina alþjóðlega skólans í höfuðborg Laos, Vientiane International School, þar sem um 440 nemendur á aldrinum 3-18 ára, frá 35 löndum, stunda nám. Bryndís hefur búið í Laós síðan 2008 og er fyrsti kjörræðismaður Íslands í landinu. Ný kjörræðisskrifstofa í Laos er í umdæmi sendiráðsins í Peking. 

Kjörræðismenn gegna mikilvægu hlutverki í þágu Íslands og um 240 ólaunaðir ræðismenn Íslands um allan heim eru m.a. reiðubúnir til aðstoðar íslenskum ríkisborgurum ef á þarf að halda. Upplýsingar um staðsetningu og símanúmer þeirra að finna á heimasíðum sendiráða Íslands, www.iceland.is.  


Hægt er að ná í Bryndísi í síma eða um netfang hér að neðan: 
Sími:         +856 20 55529734 
Email:         [email protected] eða [email protected] 

Heimilsfang nýrrar kjörræðisskrifstofu er: 
Honorary Consul of Iceland
Ms Bryndís Forberg Chapman
Horm 2
House # 10 Phonsavanh Road
Ban Saphanthong Tai
Sisattanak District
Vientiane
Laos PDR 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum