Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2013 Innviðaráðuneytið

Tvær nýjar tækniforskriftir fyrir rafrænan reikning og reikningaferli

Föstudaginn 8. febrúar 2013 gaf Staðlaráð Íslands út eftirfarandi tækniforskriftir:

TS136:2013 Rafrænn reikningur BII04 – útgefin 08.02.13.
Kostuð rafræn útgáfa - Endurgjaldslaus dreifing til notenda.
ZIP skjal inniheldur tækniforskrift í PDF skjali, dæmi um reikning í XML skjali, stílsnið reiknings í CSS skjal og LestuMig skjal.
Í LestuMig skjalinu er bent á slóðina https://validex.net/ þar sem hægt er að sannreyna kóða sem er búinn til skv. tækniforskriftinni.
Einnig hægt að panta prentaða útgáfu skv. verðskrá í Staðlabúð Staðlaráðs.

TS137:2013 Rafrænt reikningaferli BII05 – útgefin 08.02.13.
Kostuð rafræn útgáfa - Endurgjaldslaus dreifing til notenda.
ZIP skjal inniheldur tækniforskrift í PDF skjali, dæmi  í XML skjali, stílsnið í CSS skjal og LestuMig skjal.

Í LestuMig skjalinu er bent á slóðina https://validex.net/  þar sem hægt er að sannreyna kóða sem er búinn til skv. tækniforskriftinni.
Einnig hægt að panta prentaða útgáfu skv. verðskrá í Staðlabúð Staðlaráðs.

Nýtt fyrir þessa útgáfu er  að rafrænu skjölin eru kostuð af verkefninu og því dreift endurgjaldslaust til notenda. Þannig vonumst við eftir að tryggja bæði aukna dreifingu og notkun skjalanna. Skjölin eru sótt hér:  http://www.stadlar.is/stadlastarf/fagstadlarad-i-upplysingataekni/taekniforskriftir.aspx

Annað sem er nýtt er að notendur fá afhent meira en bara tækniforskriftina sjálfa í PDF skjali.

Einnig fylgja í ZIP pakkanum eftir farandi skjöl:

Dæmi í XML skjali, stílsnið í CSS skjali og LestuMig skjal. Í LestuMig skjalinu er bent á slóðina https://validex.net/ þar sem hægt er að sannreyna kóða sem er búinn til skv. tækniforskriftinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum