Hoppa yfir valmynd
8. mars 2013 Dómsmálaráðuneytið

Fimm nýir listabókstafir

Innanríkisráðuneytið hefur ákveðið listabókstafi fyrir fimm stjórnmálasamtök sem ekki buðu fram lista við síðustu almennar alþingiskosningar 2009.

Nýir listabókstafir:

I-listi:     Lýðveldisflokkurinn
K-listi:   Framfaraflokkurinn
L-listi:    Lýðræðisvaktin
R-listi:   Alþýðufylkingin
Þ-listi:    Píratar


Þá hefur ráðuneytinu borist tilkynning þar sem fram kemur að stjórnmálasamtökin Samfylkingin hafi breytt heiti sínu í Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands. Stjórnmálasamtökin verða áfram með listabókstafinn S, sbr. auglýsingu nr. 92 30. janúar 2013.

Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis skal innanríkisráðuneytið halda skrá um listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista við síðustu almennar alþingiskosningar og ákveða bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra, með hliðsjón af listabókstöfum annarra stjórnmálasamtaka í undangengnum kosningum.

Þó að stjórnmálasamtök hafi fengið úthlutað listabókstaf er það ekki formleg tilkynning um framboð. Landskjörstjórn auglýsir framboðslista eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira