Hoppa yfir valmynd
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Drög að reglugerð um markaðseftirlit, faggildingu o.fl. til umsagnar

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um markaðseftirlit, faggildingu o.fl. Umsagnarfrestur er til 28. mars nk. og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected]

Með drögum þessum er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 765/2008 frá 9. júlí 2008 um kröfur varðandi faggildingu og markaðseftirlit í tengslum við markaðssetningu á vörum og um niðurfellingu reglugerðar (EBE) nr. 339/93.

Með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 765/2008 er mælt fyrir um reglur varðandi skipulagningu og framkvæmd á markaðseftirliti með vörum sem falla undir samhæfingarlöggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu, almennar meginreglur varðandi CE-merkingu, faggildingu og eftirlit með vörum sem fluttar eru inn frá ríkjum utan EES.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira