Mennta- og menningarmálaráðuneytið

„Efling menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi“

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest fjármögnun og  verkefnislýsingu fyrir verkefnið.

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest fjármögnun og  verkefnislýsingu fyrir verkefnið.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest fjármögnun og verkefnislýsingu fyrir verkefnið.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í dag staðfest með formlegum hætti fjármögnun og  verkefnislýsingu verkefnisins „Efling menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi“.  Að framkvæmd verkefnisins koma fjölmargir aðilar þ.m.t. Sveitarfélagið Hornafjörður, stofnanir í Nýheimum á Hornafirði, Skaftárhreppur, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Framhaldsskóli Austur Skaftafellssýslu, Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurlands.  

Fyrir 10 árum hófst starfsemi í Nýheimum að frumkvæði sveitarfélagsins Hornafjarðar með góðum stuðningi stjórnvalda og háskólaumhverfisins. Frá upphafi hafa Nýheimar verið vettvangur skapandi samvinnu um eflingu menningar, menntunar, rannsókna og nýsköpunar í byggðarlaginu. Á grunni þessa samstarfs hefur margvíslegur árangur náðst.

Þann 3. október 2012 undirrituðu  ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur Sigfússon undir viljayfirlýsingu um viðræður um eflingu starfsemi á sviði menningar, menntunar, rannsókna og nýsköpunar í Nýheimum. Starfshópur um verkefnið skilaði af sér tillögum í lok síðasta árs og í þeim eru lagðar áherslur á eftirfarandi forgangsverkefni.

  • Stofnun Þekkingarseturs á Höfn
  • Framhaldsfræðsla og efling náms á háskólastigi
  • Efling skapandi greina í Sveitarfélaginu Hornafirði

Á fundi ríkisstjórnarinnar á Selfossi þann 25. janúar 2013 var tekið undir áherslur starfshópsins og  ákveðið að verja 15 m.kr. til verkefnisins. Það tekur á öllum þremur ofangreindun megináherslum starfshópsins en þó með sérstakri áherslu á framhaldsfræðslu, símenntun og aðgengi að námi á háskólastigi.

Samtök sunnslenskra sveitarfélaga hafa ályktað um eflingu menntunar á Suðurlandi og lagt áherslu á símenntun, framhaldsfræðslu, eflingu þekkingarstarfsemi hvers konar og sterk tengsl við háskóla. Í sóknaráætlun landshlutans er jafnframt lögð sérstök áhersla á framboð og bætt aðgengi að menntun á Suðurlandi öllu m.a. með aukinni nýtingu á möguleikum fjarkennslu.  Þessar áherslur eru í góðu samræmi við áherslur Ísland 2020.

Langstærstur hluti  verkefnisins snýr að eflingu menntunar á Suðurlandi ásamt áherslu á samþættingu og samstarf fræðsluaðila. Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu og bætt aðgengi á austurhluta Suðurlands, Höfn Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri.  Þekkingarsetur Nýheima mun sérstaklega þjóna samfélaginu á Suðausturlandi og leggur áherslu á að byggja upp samstarf á milli samfélagsins í Sveitarfélaginu Hornafirði og Skaftárhreppi, um þekkingarstarf, nýsköpun og samfélagsþróun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn