Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2013 Innviðaráðuneytið

Skrifað undir þjónustusamning Isavia og innanríkisráðuneytis

Skrifað hefur verið undir þjónustusamning milli innanríkisráðuneytisins og Isavia ohf. vegna starfsemi Isavia á þessu ári. Samninginn undirrituðu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, í ráðuneytinu í morgun.

Innanríkisráðherra og forstjóri Isavia skrifa undir þjónustusamning Isavia og ráðuneytisins.
Innanríkisráðherra og forstjóri Isavia skrifa undir þjónustusamning Isavia og ráðuneytisins.

Samningsupphæðin hljóðar uppá tæpa 1,8 milljarða króna. Alls fara 1.486 milljónir króna í rekstur flugvalla og 300 milljónir króna fara í ýmsar viðhalds- og stofnframkvæmdir. Samningurinn nær til verkefna á sviði flugleiðsöguþjónustu, bæði á alþjóðlegu flugsvæði og í innanlandsloftrými, rekstur, viðhald og uppbyggingu flugvalla og lendingarstaða, útgáfu flugmálahandbókar, ráðgjöf og þátttöku í ýmsum verkefnum. Fjallað er nánar í samningnum um einstaka þjónustuþætti, m.a. um hvers konar þjónusta er veitt á flugvöllum landsins og sérákvæði er um þjónustuna á Keflavíkurflugvelli.

Í viðauka samningsins eru síðan skilgreindar viðhalds- og stofnframkvæmdir sem ráðist verður í á árinu. Meðal þeirra má nefna malbikun flugbrautarinnar á Gjögri og viðhaldsframkvæmdir, einkum á malbiki og tækjabúnaði víða um landið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum