Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins mikið heimsóttur

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins, kosning.is, var mikið heimsóttur í aðdraganda alþingiskosninganna og á kjördaginn 27. apríl. Tæplega 40.000 heimsóttu vefinn síðustu tvær vikurnar fyrir kosningarnar, þar af um 17.000 á kjördag.

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins, kosning.is.
Kosningavefur innanríkisráðuneytisins, kosning.is.

Mest voru skoðaðar upplýsingar um kjördæmi og framboð, kjörskrá, kjörstaði og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Nýjungar á vefnum eins og ítarlegri tölfræði en áður, upplýsingar fyrir nýja kjósendur og leiðbeiningarmyndband um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vöktu einnig mikla athygli.

Síðustu tvær vikurnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 heimsóttu tæplega 25.000 manns kosningavefinn og heimsóknatölur voru svipaðar í aðdraganda forsetakosninganna 30. júní 2012, samanborið við tæplega 40.000 heimsóknir nú. Athygli vekur að notkun spjaldtölva og snjallsíma hefur aukist umtalsvert því 21% þeirra sem heimsóttu vefinn á kjördag og kosninganótt nýttu sér þess konar tæki samanborið við ríflega 14% við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október og 12% við forsetakosningarnar 30. júní.   

Innanríkisráðuneytið fer með umsjón allra almannakosninga hér á landi og eru upplýsingar á kosningavefnum unnar sérstaklega fyrir hverjar kosningar. Á vefnum eru almennar upplýsingar um framkvæmd kosninganna fyrir kjósendur, frambjóðendur og þá sem starfa við kosningar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum