Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Skrifað undir samning um árangursstjórnun við Fangelsismálastofnun

Innanríkisráðherra og fangelsismálastjóri skrifuðu í síðustu viku undir þjónustusamning sem kveður á um gagnkvæmar skyldur innanríkiráðuneytis og Fangelsismálastofnunar ríkisins. Tilgangurinn er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli aðila og skerpa áherslur um stefnumótun, framkvæmd verkefna og áætlanagerð.

Pálll E. Winkel og Ögmundur Jónasson skrifuðu undir samninginn.
Pálll E. Winkel og Ögmundur Jónasson skrifuðu undir samninginn.

Með samningnum er einnig lagður grunnur að mati á árangri af starfsemi Fangelsismálastofnunar og er honum þannig ætlað að styrkja beitingu árangursstjórnunar sem stýritækis innan stofnunarinnar. Í samningnum eru tiltekin helstu verkefni og hlutverk, markmið og áherslur og fjallað um gagnkvæmar skyldur og ábyrgð samningsaðila. Samningurinn tók gildi við undirskrift, 23. apríl, og gildir í fjögur ár.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum