Hoppa yfir valmynd
5. júní 2013 Utanríkisráðuneytið

Afhenti forseta Palestínu trúnaðarbréf

María Erla Marelsdóttir og Mahmoud Abbas

María Erla Marelsdóttir, sendiherra, afhenti 29. maí sl.  Mahmoud Abbas, forseta  Palestínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Palestínu með aðsetur í Reykjavík.

Á fundi sendiherrans með forsetanum var fjallað um tvíhliða samskipti ríkjanna og þakkaði Abbas Íslandi fyrir að hafa verið meðflutningsríki og stutt ályktun, sem samþykkt var á Allsherjaþingi SÞ 29. nóvember sl., og veitir Palestínu stöðu aheyrnarríkis hjá SÞ.   Forsetinn sagði þennan stuðning miklu skipta fyrir Palestínumenn. Þá var fjallað um stöðu mála í landinu og þróun friðarferlisins.

María Erla átti ennfremur fundi með Dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu og Mohammad Abu Ramadan ráðherra skipulagsmála.

Ísland viðurkenndi sjálfstæði Palestínu 15. desember 2011 í kjölfar þingsályktunar þess efnis sem var samþykkt á Alþingi 29. nóvember sama ár.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum