Hoppa yfir valmynd
10. júní 2013 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir ráðin aðstoðarmaður sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra

Helga Sigurrós
Helga Sigurrós
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hún hóf störf í ráðuneytinu fyrir helgi. 

Helga Sigurrós hefur starfað á Fiskistofu, með leyfum, frá árinu 2004 síðast sem sviðsstjóri upplýsingasviðs. Hún sat í verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland sem starfrækt var á vegum þeirra ráðuneyta sem síðar sameinuðust í atvinnuvegaráðuneytið núverandi. Helga Sigurrós var starfsmaður nefndar um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða, sáttanefndin s.k.,  sem skilaði niðurstöðum sínum árið 2010 á grundvelli breiðs samráðs fulltrúa allra þingflokka og hagaðila. Hún hefur tekið þátt í ýmsu samstarfi á alþjóðavettvangi, t.d. innan Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar og vinnu fyrir samningahóp Íslands í sjávarútvegsmálum tengdri umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Helga Sigurrós er með bakkalárgráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business. Auk þess er Helga með vottun sem verkefnisstjóri á D-stigi frá IPMA.

Ævar Rafn Björnsson lögmaður er eiginmaður Helgu Sigurrósar og eiga þau tvær dætur, á fyrsta og sjötta ári.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira