Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2013 Innviðaráðuneytið

Ávinningur af stafrænum innkaupum og stjórnsýslu

Með stafrænum innkaupum er átt við innkaup frá upphafi til enda. Aðfangakeðjan er löng og innkaup taka yfir mikilvægan hluta hennar, þar sem hægt að ná umtalsverðri hagræðingu. Innheimta með rafrænum reikningum eru mikilvægt skref að pappírlausri opinberri stjórnsýslu, sem opnar möguleika á verulegum ávinningi í bæði viðskiptum og umhverfisvernd.

Áætlað er að innleiðing rafrænna reikninga í opinberum innkaupum um alla Evrópu geti leitt til sparnaðar sem nemur 2,3 billjónum evra, sem hægt er að nýta í annað. Norðurlandaþjóðirnar eru sýnu hógværari. Þannig reikna Svíar með 400 milljón evra sparnaði á næstu 7 árum, en Danir reikna með að ná 30 milljón evra sparnaði á ári. Þetta eru umtalsverðar upphæðir.

Talið er að hver pappírslaus reikningur sem er sendur rafrænt spari um 8 evrur, eða rúmlega 1200 krónur. Sé reiknað með einungis 1000 króna sparnaði af hverjum reikningi, er auðvelt að reikna út ávinning hvers fyrirtækis og hverrar stofnunar. Hver marga reikninga sendir þitt fyrirtæki á mánuð? En á ári??

Verið er að undirbúa tilskipum um rafræna reikninga, sem mun gilda um alla Evrópu. Með einum allsherjarstaðli um rafræna reikninga á að auka samvirkni á milli margra og mismunandi innheimtukerfa hinna ýmsu þjóða. Markmiðið er að koma í veg fyrir lagalega óvissu, afnema óþarfa flækjustig og lækka rekstrarkostnað margvíslegra innheimtukerfa.

En látum fréttabréfið tala sínu mál, hér fylgir útgáfa þess á ensku:

Europa-Press-Release-IP-13-608_EN.pdf

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum