Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Innanríkisráðherra flutti ávarp á norrænni ráðstefnu um netöryggi

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti í morgun ávarp við setningu norrænnar ráðstefnu um netöryggi sem haldin er í Reykjavík. Ráðstefnan stendur í dag og á morgun og fjalla innlendir og erlendir sérfræðingar um ýmsar hliðar á tölvuöryggismálum.

Innanríkisráðherra ávarpaði norræna ráðstefnu um netöryggi.
Innanríkisráðherra ávarpaði norræna ráðstefnu um netöryggi.

Í ávarpi sínu sagði ráðherra að nútímaþjóðfélag reiddi sig æ meira á upplýsingatækni, nýir möguleikar opnuðust stöðugt og brýnt væri að hagnýta þá þróun í til aukins hagvaxtar. Auk þessara jákvæðu áhrifa væru hins vegar ýmis neikvæð áhrif sem bæði opinberum aðilum og einkageiranum stæðu ógn af. Löggjafinn og yfirvöld yrðu að taka á þeim vanda og mæta kröfum um öryggi við varðveislu og nýtingu upplýsinga og gagna.

Í lok ávarpsins lagði innanríkisráðherra áherslu á að hverju þjóðfélagi væri nauðsynlegt að eiga sérfræðinga í netöryggi til að halda uppi öflugum vörnum og halda uppi alþjóðlegum samskiptum til að fylgjast með þróun og nýjustu þekkingu á þessu sviði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn