Hoppa yfir valmynd
25. september 2013 Dómsmálaráðuneytið

Nýr formaður refsiréttarnefndar

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað nýjan formann refsiréttarnefndar. Er það Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent og tekur hún við af Róbert Spanó.

Svala Ísfeld Ólafsdóttir
Svala Ísfeld Ólafsdóttir

Helstu verkefni refisréttarnefndar eru að vera innanríkisráðherra til ráðgjafar um samningu frumvarpa og annarra reglna á sviði refsiréttar, semja frumvörp og aðrar reglur að beiðni ráðherra á því sviði og í samræmi við áætlun og áherslur ráðherra, veita umsagnir um frumvörp og aðrar tillögur er varða refsirétt og fylgjast með þróun á sviði refsiréttar, þar með talið erlendra refsilaga, einkum á Norðurlöndum og alþjóðlegum viðhorfum á þessu sviði.

Í refsiréttarnefnd eiga sæti auk Svölu Ísfeld, Egill Stephensen saksóknari, Símon Sigvaldason héraðsdómari, Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar. Ritari nefndarinnar er Guðlaug Jónasdóttir, aðstoðarmaður hæstaréttardómara.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum