Hoppa yfir valmynd
27. september 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Álagi létt af Landspítala með opnun hjúkrunarrýma á Vífilsstöðum

Landspítali í Fossvogi
Landspítali í Fossvogi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun tillögu Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra um að opna hjúkrunarheimili á ný á Vífilsstöðum með 42 rýmum. Lagt verður til á Alþingi að veita 136 milljóna króna aukafjárveitingu á þessu ári til öldrunarþjónustu í þessu skyni.

Opnun Vífilsstaða er í samræmi við áætlun um aðgerðir sem ráðherra og forstjóri Landspítala kynntu fyrir skömmu og er ætlað að létta álagi af lyflækningasviði Landspítala og mæta þörf fólks sem bíður eftir varanlegri dvöl á hjúkrunarheimili og er með gilt færni- og heilsumat.

Stefnt er að því að hefja starfsemi á Vífilsstöðum sem fyrst en líklegt er að opnun hjúkrunarrýma verði í áföngum eftir því hvernig gengur að manna stöður við heimilið.

Áætlaður rekstrarkostnaður hjúkrunarheimilis á Vífilsstöðum er um 349 milljónir króna á ári en kostnaður sem fellur til á þessu ári er áætlaður um 136 milljónir króna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum