Hoppa yfir valmynd
27. september 2013 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra á fundi samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn

Ráðherra á fundi CTBT

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sat í dag fjölsótta ráðstefnu um samninginn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT) sem fram fór í New York. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ, opnaði ráðstefnuna en tilgangur hennar er að hvetja ríki til að gerast aðilar að samningnum og stuðla þannig að friði og afvopnun í heiminum.

Markmið samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn er að binda enda á kjarnorkuvopnatilraunir í eitt skipti fyrir öll. Samningurinn var samþykktur af allsherjarþingi SÞ árið 1996 og var Ísland eitt þeirra ríkja sem undirrituðu hann það sama ár og fullgiltu árið 2000. Alls hafa 183 ríki undirritað samninginn, þar af 36 ríki sem búa yfir kjarnorkugetu. Enn þurfa átta slík ríki að gerast aðilar að honum til að hann geti öðlast gildi því hann kveður á um að öll ríki með kjarnorkugetu (kjarnorkuvopn eða kjarnorkuver) þurfi að gerast aðilar að honum. Samningurinn hefur hins vegar þegar sannað gildi sitt m.a. með því að festa rækilega í sessi hið sameiginlega viðmið alþjóðasamfélagsins að tilraunir með kjarnorkuvopn séu óásættanlegar, þó svo hin lagalega bindandi gildistaka eigi enn eftir að verða að veruleika. Skrifstofa samningsins um allsherjarbann við kjarnorkuvopnatilraunum (CTBTO), sem hefur höfuðstöðvar sínar í Vínarborg, rekur auk þess öflugt eftirlitskerfi með kjarnorkutilraunum sem samanstendur af 337 eftirlitsstöðvum um allan heim, þ. á m. tveimur á Íslandi.

Grein utanríkisráðherra í nýjasta tímariti CTBTO stofnunarinnar

Frekari upplýsingar um starfsemi skrifstofu samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBTO)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum