Hoppa yfir valmynd
2. október 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alþjóðlegt skákmót í Reykjavík

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra lék upphafsleikinn í  fyrsta Stórmeistaramóti Taflfélags Reykjavíkur.
Alþjóðlegt skákmót í Reykjavík
Alþjóðlegt skákmót í Reykjavík

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra lék upphafsleikinn í  fyrsta Stórmeistaramóti Taflfélags Reykjavíkur sem stendur 1. til 8. október. Stefnt er að því að mótið verði árviss viðburður í framtíðinni. Þetta er alþjóðlegt lokað 10 manna mót, haldið í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur og meðal þátttakenda eru þrír stórmeistarar og fimm alþjóðlegir meistarar. Allar skákir mótsins verða sýndar beint á netinu, en auk þess verður hægt að fylgjast með þeim á stóru tjaldi á keppnisstað.  Gert er ráð fyrir að skákskýringar verði á mótsstað í hverri umferð og á vef mótsins verða úrslit, skýringar og upplýsingar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum