Hoppa yfir valmynd
2. október 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Þróunarsjóður EFTA

Verkefni á sviði menningarmála með aðilum frá Spáni og Íslandi hljóta styrki.

throunarsjodur

Nýlega var tilkynnt um úthlutun fjár úr Þróunarsjóði EFTA til verkefna á sviði menningarmála, sem aðilar á Spáni og í EES/EFTA ríkjunum standa að. Tvö verkefni með íslenskum aðilum og sjö ferðastyrkir til Íslands voru veittir og má sjá nánar hér.

Sambærilegir styrkir eru veittir til samstarfsverkefna á sviði menningarmála með aðild EES/EFTA ríkja annars vegar og hins vegar aðila í Búlgaríu, Lettlandi, Litháen, Portúgal, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Tékklandi og Ungverjalandi. Sameiginleg yfirskrift verkefnanna er að stuðla að menningarlegri fjölbreytni og samskiptum en í hverju ofangreindra ríkja er gerð sérstök styrkjaáætlun, með skírskotun til stefnu Evrópusambandsins í menningarmálum og eigin áherslna. Allir þessir styrkir eru undir hatti Þróunarsjóðs EFTA og eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á listir og samstarf á því sviði. Nánar er fjallað um þessa styrki á vef Þróunarsjóðs EFTA.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum