Hoppa yfir valmynd
4. október 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla starfshóps um stimpilgjald

Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra um stimpilgjald hefur skilað skýrslu sinni.

Hópurinn var skipaður hinn 15. apríl 2013 til að endurskoða lög nr. 36/1978, um stimpilgjald, með það að markmiði að einfalda álagningu gjaldsins og framkvæmd ásamt því að skapa samkeppnishæfara umhverfi og sanngjarnari gjaldtöku án þess að skerða tekjur ríkissjóðs.

Þá var verkefni starfshópsins breytt með skipunarbréfi ráðherra, dags. 3. júní 2013, þannig að kanna ætti sérstaklega leiðir til afnáms stimpilgjalds af lánsskjölum og að flýta ætti skilum á tillögum hópsins á breytingum þar um. 

Helstu niðurstöður starfshópsins eru að  best fari á að afnema alfarið stimpilgjald af lánsskjölum en að haldið verði áfram að innheimta stimpilgjald vegna eignaryfirfærslna fasteigna og skipa. Þá leggur hópurinn til að gerðar verði breytingar á gildandi lögum í átt til einföldunar, s.s. með breyttri framkvæmd innheimtu, með fækkun gjaldstofna o.fl.

Skýrsla starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um stimpilgjald

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum