Hoppa yfir valmynd
11. október 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sendinefnd frá Indlandi

Samstarfsverkefni Indverja og Íslendinga um jarðskjálftaspárrannsóknir.
Samstarfsverkefni Indverja og Íslendinga um jarðskjálftaspárrannsóknir.
Samstarfsverkefni Indverja og Íslendinga um jarðskjálftaspárrannsóknir.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hélt fund um  samstarfsverkefni Indverja og Íslendinga um jarðskjálftaspárrannsóknir með Ashok Das sendiherra Indlands, Professor Anil K. Gupta forstjóri Wadia Institue of Himalayan Geology (WIHG) og vísindamönnunum Dr. Sushil Kumar,  Dr. Ajay Paul  og Dr. Naresh Kumar frá sömu stofnun. Auk þeirra tóku þátt í fundinum Ragnar Stefánsson prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri, Jórunn Harðardóttir framkvæmdastjóri á Veðurstofu Íslands, Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

Um nokkurra ára skeið hefur verið unnið að samstarfi ríkjanna um jarðskjálftaspárrannsóknir. Árið 2007 skrifuðu sendiráðsfulltrúar undir viljayfirlýsingu (MoU) um samstarf Íslands og Indlands á sviði jarðskjálftaspárrannsókna fyrir hönd utanríkisráðuneyta Íslands og Indlands. Í fyrsti áfanga verkefnisins heimsóttu tveir  indverskir vísindamenn Ísland og kynntu sér tækni á sviði jarðskjálftamælinga og eftirlits og þrír íslenskir vísindamenn heimsóttu Indland til að leggja grunninn að samstarfinu. Á vef Veðurstofu Íslands segir ennfremur: „Íslenskir jarðskjálftasérfræðingar hafa á undanförnum árum haft forystu um að þróa tækni fyrir jarðskjálftaspár sem vakið hefur athygli víða um lönd. Aðferðin byggist í grundvallaratriðum á svokölluðum smáskjálftamælingum, þ.e.a.s. vöktun nær samfelldra smáskjálfta í jarðskorpunni til að fylgjast með breytingum og fjölbreytilegum rannsóknum á sviði jarðvísinda með það að markmiði að spá fyrir um jarðskjálfta.

Umtalsverð jarðskjálftavirkni er á Indlandi, t.d. í Himalajafjöllunum, og telja íslensk og indversk stjórnvöld að samstarf um jarðskjálftaspár geti nýst báðum ríkjum í vísindalegu og hagnýtu tilliti“.

Stýrihópur með fulltrúum frá Veðurstofu Íslands, Háskóla Akureyrar og Háskóla Íslands annast samstarfið fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum