Hoppa yfir valmynd
11. október 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Þingmálaskrá mennta- og menningarmálaráðherra

Þingmálaskrá mennta- og menningarmálaráðherra á 143. löggjafarþingi 2013-2014.

Þingmálaskrá Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra á 143. löggjafarþingi 2013 - 2014. Þingmálaskrá ríkisstjórnar í heild er á vef forsætisráðuneytis.

Þingmálaskrá mennta- og menningarmálaráðherra á 143. löggjafarþingi 2013-2014

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008 (hækkun skrásetningargjalda)

Með frumvarpinu er lögð til hækkun skrásetningargjalds í opinberum háskólum. Frumvarpið er samið í samráði við helstu hagsmunaaðila. (Haust) 

  1. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna samkomulags ríkis og sveitarfélaga um tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna framlengingar samkomulags um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms

Frumvarpið felur í sér framlengingu á tímabundinni verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þátttöku ríkisins í kennslukostnaði í mið- og framhaldsnámi í söng og framhaldsnámi í hljóðfæraleik í samræmi við framlengt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Frumvarpið er samið í samráði við helstu hagsmunaaðila. (Haust) 

  1. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (lenging verndartíma hljóðrita)

Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun 2011/77/ESB um lengdan verndartíma hljóðrita. Frumvarpið er samið í samráði við helstu hagsmunaaðila. (Haust) 

  1. Frumvarp til laga um opinber skjalasöfn 

Markmið frumvarpsins er að tryggja vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Meginmarkmið þeirrar endurskoðunar sem felst í frumvarpinu miðað við gildandi lög er að einfalda stjórnsýslu á málefnasviði Þjóðskjalasafnsins, skýra hana frekar með hliðsjón af fjölþættu hlutverki safnsins og stuðla að hagkvæmni og skilvirkni í rekstri þess. Frumvarpið er samið í samráði við helstu hagsmunaaðila. (Haust) 

  1. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (endurskoðun höfundalaga)

Frumvarpið er áfangi í heildarendurskoðun höfundalaga sem hófst árið 2009. Að þessu sinni eru lagðar til breytingar á 1. kafla höfundalaga. (Haust) 

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (einkareknir grunnskólar, kæruleiðir og valdmörk stjórnvalda)

Frumvarpinu er ætla að skýra réttarstöðu sjálfstætt rekinna grunnskóla, kæruleiðir og valdmörk á milli sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytis og innanríkisráðuneytis. Frumvarpið er samið í samráði við helstu hagsmunaaðila. (Vor) 

  1. Frumvarp til laga um tónlistarskóla

Frumvarpinu er ætlað að koma í stað laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985. Í frumvarpinu felst tillaga að fyrstu heildarlöggjöfinni um starfsemi tónlistarskóla, jafnframt því sem frumvarpinu er ætlað að lögfesta það samkomulag sem gert var á milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og afnám hindrana fyrir skólasókn utan lögheimilissveitarfélaga. Frumvarpið er m.a. byggt á tillögum nefndar um endurskoðun á lögum nr. 75/1985. (Vor) 

  1. Frumvarp til laga um breytingu á framhaldsskólalögum (nemaleyfisnefndir, gjaldtaka fyrir rafræn námsgögn o.fl.)

Tilgangur frumvarpsins er að renna stoðum undir hlutverk og störf nemaleyfisnefnda, heimila gjaldtöku fyrir rafræn námsgögn o.fl. Frumvarpið er samið í samráði við helstu hagsmunaaðila. (Vor) 

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 87/2008 (endurskoðun laga)

Frumvarpið felur í sér endurskoðun á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 87/2008. Frumvarpið er samið í samráði við helstu hagsmunaaðila. (Vor) 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum